Starfsfólk

Ágúst Guðmundsson, leikstjóri

Ágúst Guðmundsson haslaði sér snemma völl sem leikstjóri og handritshöfundur, bæði við bíómyndir og sjónvarpsmyndir. Í sjónvarpi er hann helst þekktur fyrir tvær þáttaraðir sem teknar voru á ensku: Sædrekinn var fjögurra þátta röð sem gerð var fyrir Thames Television; Nonni og Manni, var sex þátta röð sem einkum var unnin fyrir sjónvarpsstöðina ZDF í Þýskalandi, en var síðan sýnd við miklar vinsældir um heim allan.

Bíómyndir Ágústs eru orðnar átta talsins og hafa notið mikillar hylli, ef dæma má af aðsóknartölum. Með allt á hreinu er langvinsælasta kvikmynd Íslandssögunnar. Hún hefur hvað eftir annað verið endursýnd og komið oftar út á myndböndum og geisladiskum en nokkur önnur íslensk bíómynd.

Anna Katrín Guðmundsdóttir, framleiðandi

Anna Katrín hefur yfir 20 ára reynslu af framleiðslu og stjórn upptöku sjónvarpsefnis.  Þættirnir skipta hundruðum.  Af þeim má nefna beinar útsendingar frá stórum viðburðum, framleiðsla á leiknum sjónvarpsþáttum, skemmtiþáttum og heimildaþáttum. Anna Katrín lærði sjónvarpsdagskrárgerð í Los Angeles og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM)