Mávahlátur í Moskvu

Kvikmyndin Mávahlátur var sýnd í Moskvu 30. janúar síðastliðinn.

Vináttufélagið Rússland-Ísland, sem einnig er kallað Íslendingafélagið í Moskvu, stóð að sýningunni sem fram fór í Dom Kino.

Það vekur athygli útlendinga sem sjá erlendar myndir í Rússlandi að þar talið þýtt samtímis og myndin er sýnd. Einn þulur situr við hljóðnema og les upp öll samtöl, án þess þó að leggja neitt í leikinn. Til að heyrist í þulnum er lækkað í upprunalegri hljóðrás.

Að sinni var einungis þessi eina sýning. Gert var ráð fyrir 3-400 áhorfendum, einkum fólki úr menningarlífi og ferðaiðnaði.

< Til baka