Drög að bíómynd

Gunnar Eyjólfsson leikari kann þá list að segja sögur. Í Drögum að bíómynd er brugðið upp sýnishorni af þessari einstöku frásagnargáfu. Gunnar fer rúma þrjá áratugi aftur í tímann, staðurinn er Mallorca og félagsskapurinn góður á yfirborðinu, en gæti reynst hættulegur. Gunnari er gert tilboð sem hann á ekki að geta hafnað.

Enskur titill: A Movie Draft
Tegund: Sjónvarpsleikrit
Tungumál: Íslenska, (enska)

Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
Handritshöfundar: Ágúst Guðmundsson, Gunnar Eyjólfsson
Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfsson, Ágúst Guðmundsson, Hilmir Snær Guðnason
Kvikmyndataka: Ingi Ragnar Ingason
Hljóð: Gunnar Árnason
Tónlist: Davíð Þór Jónsson

Lengd: 34 mín
Sýningarmiðill: DigiBeta
Sýningarhlutfall: 1.66:1
Frumsýningarár: 2006