Svo sem í skuggsjá

Í undirbúningi er kvikmynd um Ingmar Bergman rúmlega þrítugan, áður en hann náði heimsfrægð fyrir myndir sínar. Handritið hefur hlotið öll þrjú stig handritastyrks frá Kvikmyndasjóði.

Ef til vill hljómar það ankannalega að íslenskt fyrirtæki sé að undirbúa sænska bíómynd, enda er það einlæg ósk okkar að sænskt fyrirtæki taki við framleiðslutaumunum, með Ísfilm ehf sem samframleiðslufyrirtæki.

Grunnhugmynd:
Árið 1949 er Ingmar Bergman 31 árs og 5 barna faðir, þótt barnauppeldi sé ekki ofarlega á lista hans yfir eftirsóknarverð viðfangsefni. Hann ákveður að gera bíómynd um hjónaband sitt og lofa eiginkonuna í hástert, en góð fyrirheit renna út í sandinn þegar hann hittir gullfallega blaðakonu, sem virðist ekkert minna en ástin í lífi hans.

< Til baka