Ófeigur í hátíðaskapi

10. og 11. október 2013 var kvikmyndin "Ófeigur gengur aftur" sýnd á kvikmyndahátíð í San Francisco, Mill Valley Film Festival. Leikstjórinn, Ágúst Guðmundsson, var viðstaddur sýningarnar og svaraði spurningum áhorfenda, en húsfyllir var í bæði skiptin. 15. október var myndin svo sýnd í háskólanum í Victoria á Vancouver Island við góðar undirtektir.

Ófeigur gerir víðreist, í apríl 2014 fer hann alla leið til Kína, á Fjórðu alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Beijing.

< Til baka