Með allt á hreinu

Vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið á Íslandi.
Mynd sem lifir þótt aðrar gleymist.

Tvær hljómsveitir þeysa um landið og keppa um hylli danshúsagesta. Í annarri eru gæjar, í hinni eingöngu píur. Inn í spilamennskuna fléttast ýmis spaugileg atvik, svo sem eftirminnileg hæfileikakeppni rótarans, samskipti við verur utan úr geimnum, að ástum söngvaranna ógleymdum.

Leikstjóri   Ágúst Guðmundsson
Framleiðandi  Jakob Frímann Magnússon
Handrit  Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn
Tónlist   Stuðmenn og Grýlurnar
Leikmynd  Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir
Kvikmyndataka David Bridges
Klipping  William Diver
Hljóð   Júlíus Agnarsson og Gunnar Smári

Leikarar  Egill Ólafsson
   Ragnhildur Gísladóttir
   Eggert Þorleifsson
   Jakob Frímann Magnússon
   Anna Björnsdóttir
   Valgeir Guðjónsson
   Tómas M. Tómasson
   Þórður Árnason
   Ásgeir Óskarsson

Framleiðslufyrirtæki Bjarmaland s.f.

35 mm. Widescreen (1,85:1)
Dolby Stereo
Frumsýning: 18. desember 1982