Dansinn

Árið 1913 er haldið brúðkaup á lítilli eyju úti í Atlantshafinu miðju. Á meðan eyjaskeggjar stíga seiðandi færeyska dansa, strandar skip upp við landsteinana. Brúðguminn reynist ekki einn um að leggja ástarhug á brúðina – og fleira verður til að styðja þá tilgátu að sá vondi sjálfur hafi gerst boðflenna í veislunni

Enskur titill: The Dance
Tegund: Drama
Tungumál: Íslenska

Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
Handrit: Ágúst Guðmundsson, Kristín Atladóttir, byggt á smásögunni “Her skal danses” eftir William Heinesen.
Aðalhlutverk: Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Dofri Hermannsson, Gísli Halldórsson, Kristína Sundar Hanssen,
Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir, Valdís Óskarsdóttir
Kvikmyndataka: Ernest Vincze
Tónlist: Jürgen Peukert, Kai Dorenkamp, Reiner Grünebaum
Framleiðendur: Andy Paterson, Oxford Film Company, Ágúst Guðmundsson, Ísfilm ehf, Dschingis Bowakow, Hamburger Kino Kompanie, Erik Crone, Nordisk Film Productions

Hljóð: Dolby Digital
Lengd: 87 mínútur
Sýningarmiðill: 35mm í lit
Syningarhlutfall: 1.66:1
Frumsýnd: 2. september 1998
Alþjóðleg frumsýning: Toronto, september 1998

Viðurkenningar
•  Festroia International Film Festival, Portúgal 1999: Hlaut Silver Dolphin fyrir Bestu kvikmyndatökuna. Tilnefnd til Golden Dolphin (leikstjóri Ágúst Guðmundsson)
•  Moscow International Film Festival 1999: Hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn (Silver St. George). Tilnefnd til Golden St. George.
•  Amanda Awards Noregi 1999. Tilnefnd sem best norræna kvikmyndin (Nordisk Amanda)
•  Edduverðlaunin, Íslandi 1999: Hlaut verðlaun fyrir bestu búninga (Þórunn María Jónsdóttir). Tilnefnd sem kvikmynd ársins, fyrir leikara ársins (Dofri Hermannsson) og leikstjóra ársins (Ágúst Guðmundsson)